Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún Anna & félagar urðu í 9. sæti í S-Karólínu

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, og félagar í Coastal Carolina tóku þátt í Lady Paladine mótinu.

Mótið fór fram 27.-29. september 2019 á velli Furman háskólans í S-Karólínu og lauk því í dag.

Þátttakendur í mótinu að voru 90 frá 16 háskólum.

Heiðrún Anna lék á samtals 242 höggum (80 84 78).

Coastal Carolina varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Lady Paladine mótinu með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Heiðrúnar Önnu og Coastal Carolina er 4. október nk.