Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2019 | 22:00

NGL: Haraldur lauk keppni í 2. sæti á Lindbytvätten Masters – Stórglæsilegur!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, náði þeim stórglæsilega árangri að landa 2. sætinu á Lindbytvätten Masters, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni.

Mótið fór fram 25.-27. september og lauk í gær.

Haraldur Franklín lék á samtals 14 undir pari, 202 höggum (67 65 70).

Heimamaðurinn Tobias Ruth sigraði, lék á samtals 16 undir pari (67 65 68).

Axel Bóasson, GK, tók einnig þátt í mótinu, en náði ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Sjá má lokastöðuna á Lindbytvätten Masters með því að SMELLA HÉR: