Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (39)

Kylfingur á golfvelli finnur flösku og tekur hana upp og viti menn það stígur andi upp úr flöskunni.

Andinn er glaður að hafa verið leystur úr prísundinni og veitir kylfingnum 3 óskir.

„Það eini við óskirnar þínar,“ sagði andinn „er að hvers sem þú óskar, hlýtur eiginkonan 10-falt.“

„Allt í lagi“ sagði kylfingurinn. „Ég vil verða besti kylfingur í heimi.“

Á einni augnsvipan finnur kylfingurinn fyrir breytingunum á sér – allt annað grip og krafturinn í höggum hans og öll pútt detta.

Þú getur nú sigrað hvaða kylfing í heimi sem er,“ sagði andinn „nema konu þína; hún mun rústa þér í öllum leikjum ykkar.“

Kylfingurinn er svolítið niðurdreginn yfir þessu en óskar sér sem 2. ósk að vera ríkasti maður í heimi.

Það er búið að sjá fyrir því,“ sagði andinn. „En gleymdu ekki að konan þín á 10 falt meiri eigur og er 10falt ríkari en þú.“

Nú áttu aðeins eina ósk eftir.

Já, ég óska mér þess að fá vægt hjartaáfall!!!“ sagði kylfingurinn.