Nýju strákarnir á PGA 2020: Kristoffer Ventura (18/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.
Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Scottie Scheffler, með 2935 stig.
Síðan verða kynntir þeir 25 sem komust á PGA Tour gegnum Korn Ferry Tour Finals.
Í dag verður kynntur sá kylfingur, sem varð í 8. sæti eftir reglulega tímabilið, Kristoffer Ventura, sem var með 1383 stig á stigalista Korn Ferry Tour.
Kristoffer Ventura fæddist 24. febrúar 1995 í Puebla, Mexíkó og er því 24 ára. Hann á mexíkanskan föður og norska móður.
Ventura ólst fyrstu 12 árin upp í Mexíkó, þar sem hann spilaði golf og fótbolta.
Þegar hann var 12 ára fluttist hann til Noregs, þar sem hann hélt áfram að spila golf.
Ventura er enn einn ungi, norski kylfingurinn á PGA Tour – hinn sem hefir slegið rækilega í gegn er auðvitað Victor Hovland.
Ventura er frekar hávaxinn eða 1,9 m á hæð.
Ventura lék í bandaríska háskólagolfinu með liði Oklahoma State. Félagar hans frá Oklahoma State eru einmitt Victor Hovland og Matthew Wolff.
Hann útskrifaðist frá Oklahoma háskóla 2018 með gráðu í viðskiptafræði (ens.: Business Management).
Sem áhugamaður í golfi keppti Ventura m.a. fyrir Noreg í Eisenhower Trophy 2012 og 2018.
Strax eftir útskrift frá Oklahoma State, 2018, gerðist Ventura atvinnumaður í golfi.
Árið 2018 tók Ventura þátt í úrtökumóti fyrir Korn Ferry Tour, en fékk bráðabotnlangabólgu, gat ekki sveiflað 100% og lenti í botnssæti og fékk bara takmarkaðan spilarétt á mótaröðinni 2019.
Þann spilarétt nýtti hann hins vegar til hins ýtrasta og sigraði í 2 mótum, á keppnistímabilinu 2019: Utah Championship presented by Zions Bank og Pinnacle Bank Championship presented by Chevrolet…. og er því kominn á mótaröð þeirra bestu í heiminum, PGA Tour 2020.
Ventura býr í Palm Beach Gardens, Flórída.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
