Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2019 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Daníel sigraði!!!

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV tók þátt í Carroll College Invite ásamt félögum sínum í Rocy Mountain College.

Mótið fór fram í Green Meadow Country Club, Helena, Montana, dagana 23.-24. september 2019 og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 37 frá 6 háskólum.

Daníel lék á samtals á 1 undir pari, 212 höggum (67 74 71) – á lokahringnum fékk Daníel Ingi 1 örn, 1 fugl og 3 skolla og gerði sér lítið fyrir og sigraði!!!

Stórglæsilegt og það í einu af fyrstu mótum Eyjapeyjans í bandaríska háskólagolfinu.

Rocky Mountain, lið Daníels Inga sigraði í liðkeppninni og skipti þáttur Daníels þar öllu!!!

Sjá má lokastöðuna á Carroll College Invite með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Rocky Mountain og Daníels Inga er mánudaginn nk. 30. september 2019.