Haraldur Franklín Magnús, GR t.v. og Axel Bóasson, GK, t.h. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2019 | 17:00

NGL: Haraldur T-5 og Axel á 74 e. 1. dag í Svíþjóð

Haraldur Franklín Magnús, GR og Axel Bóasson, GK taka þátt í Lindbytvätten Masters, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni.

Haraldur lék 1. hring á glæsilegum 5 undir pari, 67 höggum; fékk 6 fugla, 11 pör og 1 skolla. Hann er T-5 þ.e. jafn 4 öðrum kylfingum í 5. sæti mótsins. Glæsileg byrjun það!!!

Axel kom í hús á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-74.

Í efsta sæti eftir 1. dag er heimamaðurinn Robin Petterson á 7 undir pari, 65 höggum.

Sjá má stöðuna á Lindbytvätten Masters með því að SMELLA HÉR: