Andrea Bergsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2019 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea lauk keppni T-4 – Saga T-22 í Colorado

Andrea Bergsdóttir GKG og Saga Traustadóttir GR og tóku þátt í Col Wollenberg’s Ram Classic, með liði sínu Colorado State University.

Saga Traustadóttir, GR

Mótið fór fram í Ptarmigan Country Club í Fort Collins, Colorado dagana 23.-24. september og lauk í gær.

Þátttakendur voru 75 frá 13 háskólum.

Andrea náði þeim glæsilega árangri að verða T-4 í einstaklingskeppninni í mótinu. Hún lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (76 74 70).

Saga var á næstabesta skori Colorado State; varð T-22 í einstaklingskeppninni eftir að hafa spilað á samtals 11 yfir pari, 227höggum (75 73 79).

Lið Colorado State varð í 2. sæti í liðakeppninni – Glæsileg frammistaða!!!

Sjá má lokastöðuna á mótinu með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Andreu, Sögu og félaga í Colorado State er næstkomandi mánudag, 30. september.