Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2019 | 10:20

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún T-17 e. 1. dag á sterku móti í Iowa

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake University taka þátt í MVC Preview mótinu.

Mótið fer fram dagana 23.-24. september 2019 á Spirit Hollow golfvellinum, í Iowa.

Þátttakendur eru 96 frá 15 háskólum.

Eftir 1. keppnisdag er Sigurlaug Rún T-17 í einstaklingskeppninni; búin að spila á samtals 14 yfir pari, 158 höggum (81 77).

Lið Sigurlaugar Rún, Drake, er í 3. sæti í liðakeppninni.

Sjá má stöðunaá MVC Preview með því að SMELLA HÉR: