Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2019 | 09:45

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn á 3. besta skori Southern Illinois

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í Southern Illinois University taka þátt í Graeme McDowell Invitational.

Mótið fer fram dagana 23.-24. september og lýkur því í dag.

Mótsstaður er Greystone Golf & Country Club í Birmingham, Alabama.

Þátttakendur eru 100 frá 19 háskólum.

Birgir Björn er á 3. besta skori Southern Ilinois eftir fyrri keppnisdag – er búinn spila á samtals 157 höggum (75 82) og er T-41 í einstaklingskeppninni.

Vikar Jónasson, sem einnig keppir fyrir Southern Illinois er ekki með í þessari viku.

Lið Birgis Björns, Southern Illinois er í 18. sæti í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna á Graeme McDowell Invitational með því að SMELLA HÉR: