Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2019 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Viktor Ingi & félagar í 10. sæti e. 1. dag í Ohio

Viktor Ingi Einarsson, GR, er nýbyrjaður í Missouri University (MIZZOU).

Hann ásamt félögum sínum í MIZZOU tekur þátt í Inverness Intercollegiate.

Mótið fer fram dagana 23.-24. september 2019 og lýkur því á morgun.

Mótsstaður er Inverness golfklúbburinn í Toledo, Ohio.

Þátttakendur eru 90 frá 15 háskólum.

Eftir fyrri keppnisdag er Viktor Ingi búinn að spila á samtals 151 höggi (75 76) og er T-41 og á 3. besta skori í liði sínu.

MU Tigers, lið Viktors Inga er í 10. sæti í liðakeppninni eftir fyrri keppnisdag.

Sjá má stöðuna á Inverness Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: