Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Daníel í 2. sæti e. 1. dag Carroll College Inv.!!!

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV og félagar í Rocky Mountain College eru í 1. sæti á Carroll College Invite.

Mótið fer fram í Green Meadow Country Club, Helena, Montana, dagana 23.-24. september 2019.

Þátttakendur eru 37 frá 6 háskólum.

Fyrri daginn voru spilaðir tveir hringir.

Daníel Ingi er samtals á 1 undir pari, 141 höggi (67 74) og í 2. sæti í mótinu.

Rocky Mountain, lið Daníels Inga er í efsta sæti fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í dag.

Sjá á stöðuna á Carroll College Invite með því að SMELLA HÉR: