Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2019 | 22:00

Charlie Woods gerði grín að púttum JT!

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.

Það sagði Justin Thomas a.m.k. þegar hann rifjaði upp skemmtilega sögu af golfvellinum í þætti Chris Solomon í Bandaríkjunum „No Laying Up.“

Hann dró upp mynd af því þegar hann var í klúbbhúsi Augusta National golfklúbbsins sl. vor, þegar Tiger var á leið með að innsigla 5. græna jakkann sinn.

Justin Thomas (JT), sem lauk keppni T-12 fór inn til þess að fylgjast með lokum mótsins og kom þar að teymi Tigers.

JTsagði eftirfarandi: „Erica, börnin, mamma (Tiger), Rob (McNamara) þau sátu öll í einu horni klúbbhússins og voru að fylgjast með Tiger á lokaholunum (þ.e. 15. 16. 17. og 18. holu) og ég fór yfir til þess að segja „hæ“ við þau og „hvað er að frétta?“við Charlie. Ég leit á hann og spurði: „Hvað er að frétta?“  … Og hann horfði á mig og sagði: 

Ó, hey, sjáið, þarna er náunginn, sem getur ekki púttað!

JT: „Ég var svona svolítið „takk maður, ég kann að meta þetta,“ en ég virkilega fékk kikk út úr þessu!