Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2019 | 17:20

Nýju strákarnir á PGA 2020: Bo Hoag (15/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Scottie Scheffler, með 2935 stig.

Síðan verða kynntir þeir 25 sem komust á PGA Tour gegnum Korn Ferry Tour Finals.

Í dag verður kynntur sá kylfingur, sem varð í 11. sæti eftir reglulega tímabilið, Bo Hoag, sem var með 1243 stig á stigalista Korn Ferry Tour.

Bo Hoag fæddist 25. júlí 1988 og er nú 31 árs.

Hoag ólst upp í Upper Arlington, Ohio og var í sama menntaskóla og háskóla og Jack Nicklaus.

Hann ólst einnig upp með það að fara ár hvert á Memorial Tournament, sem þá var styrkt af Nationwide.

Í gegnum fjölskyldu sína og vini og háskólasamkomum umgekkst hann mikið Nicklaus og eiginkonu hans Barböru.

Þegar hann sigraði á WinCo Foods Portland Open og tryggði sér þar með kortið sitt á PGA Tour hringdi Nicklaus í hann og óskaði honu til hamingjum.

Afi Bo, Bob (Robert) var frábær kylfingur sem keppti oft við Nicklaus, Palmer og Player.

Hoag lék með liði Ohio State í bandaríska háskólagolfinu og útskrifaðist þaðan 2011 með gráðu í hagfræði.

Uppáhalds bók Bo Hoag er Freakonomics.

Fræðast má nánar um Hoag í nýlegu PGA Tour viðtali SMELLIÐ HÉR: