Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2019 | 23:59

PGA: Muñoz efstur á Sandersons e. 3. dag

Það er kylfingurinn Sebastían Muñoz, sem er efstur á Sandersons Farms Championship, móti vikunnar á PGA Tour.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Muñoz með því að SMELLA HÉR:  

Muñoz er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (70 67 63).

Í 2. sæti er síðan Carlos Ortiz aðeins 1 höggi á eftir. Þeir Muñoz eru skólabræður úr háskóla og verða saman í lokahollinu sunnudaginn!

Sjá má stöðuna á Sanderson Farms Championship með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 3. dags á Sanderson Farms Championship með því að SMELLA HÉR: