Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2019 | 21:00

LET: Valdísi á 70 á 3. degi Opna franska

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, keppir á Lacoste Ladies Open de France  s.s. flestir vita.

Mótið fer fram dagana 19.-22. september 2019 á Chateaux golfvellinum á Médoc golfsvæðinu í Frakklandi og lýkur á morgun

Valdís Þóra er búin að spila á samtals 2 yfir pari, 215 höggum  (79 66 70).

Efst er sem fyrr bandaríska Solheim Cup stjarnan Nelly Korda á samtals  11 undir pari en hin franska Joanna Klatten hefir minnkað bilið mjög og sækir að Nelly; er á samtals 10 undir pari fyrir lokahringinn.

Sjá má stöðuna á Lacoste Ladies Open de France með því að SMELLA HÉR: