Sörenstam/Park sigruðu í fjórmenningi
Liðstvenndin Annika Sörenstam og Park Sung-hyun sigruðu í fjórmenningi í golfsýningarleik sem fyrrum LPGA kylfingar tóku þátt í Kóreu; bæði golfgoðsagnir og einhverjir bestu kylfingar heims.
Sörenstam/Park tvenndin var á 2 yfir, 74 höggum í Seolhaeone·Cell Return Legends Match golfleiknum fyrr í dag, laugardag, 21. september 2019 á Salmon og Seaview golfvellinum í Seolhaeone golfstaðnum í Yangyang, sem er um 215 kilómetra í austur af Seoul í Gangwon héraði.
Íslandsvinurinn Sörenstam, sem er 72-faldur sigurvegari á LPGA var hluti af „LPGA golfgoðsagna“ liðinu, en með henni í liði samfrægðarhallarkylfingar hennar: Se-Ri-Pak frá S-Kóreu, Lorena Ochoa frá Mexikó og fv. fyrirliði Solheim Cup Juli Inkster.
Park, sem er nr. 2 í heimi frá S-Kóreu var í „Næstu kynslóðar“-liðinu , ásamt Ariyu Jutanugarn frá Thailand, hinni bandarísku Lexi Thompson og Minjee Lee frá Ástralíu.
Í dag kepptu kylfingarnir í fjórmenningi.
Ochoa-Jutanugarn urðu í 2. sæti; Inkster-Lee voru á 76 í 2. sæti og Pak-Thompson urðu í 4. á 81 höggi.
Áhorfendur, sem borguðu sig inn á golfsýninguna máttu fá eiginhandaráritanir og taka myndir af kylfingunum að vild; sem og var ekkert sagt þegar myndavélar eða farsímar fóru af stað; sem er óheyrt í hefðbundnum mótum.
Enda allt fyrir gott málefni
Á sunnudaginn munu golfgoðsagnirnar slá upphafshögg en „næstu kynslóðar“ kylfingarnir keppa í Skins keppni. Það sem kemur inn fyrir golfsýningarnar yfir helgina verður varið til uppbyggingar í Gangwon héraði í S-Kóreu, sem varð illa úti í skógareldum – þannig að kylfingarnir eru að láta gott af sér leiða.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
