Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 23:30

PGA: An efstur á Sandersons e. 2. dag

Byeong Hun An frá S-Kóreu er efstur í hálfleik á Sandersons Farms Championship, móti vikunnar á PGA Tour.

An er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66).

Í 2. sæti eru 3 nýliðar: Scottie Scheffler, Tom Hoge, sem var í forystu eftir 1. dag og JT Poston og reynsluboltinn George McNeill, allir 2 höggum á eftir An, þ.e. á 10 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á Sandersons Farms Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Sandersons Farms Championship SMELLIÐ HÉR: