Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 20:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Dagbjartur úr leik – Haraldur T-2!!!

GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús og Dagbjartur Sigurbrandsson tóku þátt á 1. stigi úrtökumóts fyrir Evróputúrinn.

Dagbjartur hefir lokið leik, lauk keppni í 37. sæti og er því miður úr leik.

Hann lék á samtals 4 yfir pari (75 69 68 75).

Sjá má úrslitin í Stoke by Nayland úrtökumótinu í Englandi, sem Dagbjartur keppti á með því að SMELLA HÉR:

Haraldur Franklín Magnús er á hinn bóginn í kjörstöðu að komast áfram.

Hann hefir spilað gífurlega vel fyrstu 3 hringina; er á samtals 15 undir pari, 201 höggi (68 66 67) – alla hringina á undir 70!!! Haraldur Franklín er í 2. sæti, sem hann deilir með Svíanum Jonathan Agren (T-2). Stórkostlega flott!!!

Sjá má stöðuna á úrtökumótinu í Erbreichsdorf í Austurríki, mótinu sem Haraldur Franklín keppir á með því að SMELLA HÉR: