Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún & félagar í 1. sæti!!!

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake University tóku þátt í Loyola Fall Invitational.

Mótið fór fram 16.-17. september sl. í Flossmoor CC, Illinois og voru þátttakendur 53 frá 9 háskólum.

Sigurlaug Rún var á 3. besta skori í liði sínu, lék á samtals 238 höggum (78 82 76).

Lið Sigurlaugar Rún, Drake University, sigraði í mótinu!!! Stórglæsilegt hjá Sigurlaugu Rún og félögum!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Loyola Fall Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Sigurlaugar Rún og Drake er 23. september n.k. í Burlington, Iowa.