Nýju strákarnir á PGA 2020: Tom Hoge (34/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.
Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Scottie Scheffler, með 2935 stig.
Síðan verða kynntir þeir 25 sem komust á PGA Tour gegnum Korn Ferry Tour Finals.
Í dag verður tekið forskot á sæluna og aðeins farið út fyrir rétta röð í andstöðu við ofangreint – kynntur til sögunnar verður sá kylfingur, sem rétt slapp inn á PGA Tour í gegnum Korn Ferry Tour Finals og varð í 17. sæti þar með 247 stig. Ástæða þess að dansað er út úr réttri röð með að kynna „nýju strákana“ er að Tom Hoge er þegar farinn að láta að sér kveða á PGA Tour og er í forystu eftir upphafsdag á móti vikunnar á PGA Tour, Sandersons Farms Championship. Frábært er að sjá þá nýju slá í gegn þegar í fyrstu mótunum!!!
Tom Hoge er fæddur í Statesville, Norður-Karólínu, 25. maí 1989 og er því 30 ára og er einn af þessu ungu, góðu kylfingum Bandaríkjanna.
Hoge er með gráðu (frá 2011) í endurskoðun og fjármálum frá Texas Christian University en Hoge spilaði með golfliði skólans í 4 ár.
Eftir útskrift í háskóla 2011, gerðist Hoge atvinnumaður í golfi. Þetta ár vann Hoge The Players Cup, sem er mót á kanadíska PGA Tour.
Mesta afrek Hoge í golfinu til þessa er einmitt að vinna þetta mót í Kanada, en sigurinn veitti honum m.a. færi á að spila í RBC Canadian Open mótinu, á PGA Tour.
Árið 2014 varð Tom Hoge sá 19. til þess að hljóta kortið sitt af 50 á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Hann er því ekki „nýr strákur“ á PGA Tour í fyllsta skilningi þess. Hann náði ekki að halda korti sínu og var því aftur kominn á undanfara Korn Ferry Tour 2016, þar sem hann hefir verið mestmegnis síðan.
Hoge náði að vera í 17. sæti á PGA Tour Finals haustið 2019 með 247 stig, eins og áður segir og er því aftur kominn á PGA Tour keppnistímabilið 2019-2020.
Ýmislegt um Hoge:
Hann ferðast aldrei án tölvunnar sinnar.
Uppáhaldslið Hoge eru Texas Christian og síðan North Carolina í körfuboltanum.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur Hoge er Modern Family.“
Uppáhaldsskemmtikraftur Hoge er Rob Baird.
Uppáhaldsmatur Hoge er ís.
Hoge finnst gaman að fylgjast með íþróttamanninum Peyton Manning.
Twitter addressa Tom Hoger er: @hogegolf
Meðal golfsnakks í pokanum eru Nature Valley stangir.
Meðal þess sem Hoge á eftir að gera og er á stefnuskránni í framtíðinni er að klæðast græna jakkanum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
