Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2019 | 16:45

LET: Erfið byrjun hjá Valdísi á Opna franska

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hóf leik á Lacoste Ladies Open de France mótinu í dag.

Mótið fer fram dagana 19.-22. september 2019 á Chateaux golfvellinum á Médoc golfsvæðinu í Frakklandi.

Valdís átti erfiða byrjun;  lék á samtals 8 yfir pari, 79 höggum og er T-96 eftir 1. dag.

Á hringnum fékk Valdís Þóra 3 fugla, 1 skolla, 3 tvöfalda skolla og einn skelfilegan 4-faldan skolla á par-3 12. holu  Chateaux golfvallarins.

Sjá má stöðuna á Lacoste Ladies Open de France með því að SMELLA HÉR: