Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2019 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún Anna stóð sig vel á 1. móti sínu!

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, keppti á sínu 1. móti í bandaríska háskólagolfinu.

Hún stundar nám og spilar golf með golfliði Coastal Carolina, sama háskóla og Dustin Johnson, spilaði með á sínum tíma.

Mótið sem Heiðrún Anna tók þátt í var Glass City Invitational og fór fram dagana 16.-17. september sl. í Inverness golfklúbbnum í Toledo, Ohio.

Þátttakendur voru 80 frá 13 háskólum.

Hún lék á samtals á 227 höggum (75 77 75) og var á 1.-2. besta skori í liði sínu!

Sjá má lokastöðuna á Glass City Invitational mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Heiðrúnar Önnu og Coastal Carolina fer fram 27. september n.k.