Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar enduðu í 9. sæti í Indiana

Tumi Kúld, GA og félagar í Western Carolina spiluðu í 1. móti sínu þessa haustönn: Crusaders Collegiate.

Mótið fór fram í Chesterton, Indiana dagana 16.-17. september og gestgjafi var Valparaiso háskóli.

Tumi lék á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (79 78 71) og lauk keppni T-51.

Tumi var á 3.-4. besta skorinu í liði sínu sem endaði í 9. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Crusaders Collegiate SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Tuma og Western Carolina er í N-Karólínu 30. september n.k.