Rúnar Arnórsson, GK. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2019 | 07:30

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Staðan í Þýskalandi e. 3. dag

Eftir 3. dag úrtökumótsins fyrir Evróputúrinn í Fleesensee í Þýskalandi er staðan eftirfarandi meðal íslensku keppendanna:

T-9 Rúnar Arnórsson, GK, á samtals 7 undir pari, 209 högg (73 65 71).
T-19 Axel Bóasson, GK, á samtals 5 undir pari, 211 höggum (70 74 67).
T-19 Bjarki Pétursson, GB, á samtals 5 undir pari, 211 höggum  (72 69 70).
T-21 Andri Þór Björnsson, GR, á samtals 4 undir pari, 212 höggum (72 72 68).
T-36 Ragnar Már Garðarsson, GKG, á samtals 1 undir pari, 215 höggum (76 68 71).

Aron Snær Júlíusson, GKG, komst ekki í gegnum niðurskurð eftir 3. dag og er úr leik.

Axel átti besta hringinn af íslensku keppendunum á 3. hring, 67 glæsihögg!!!

Í þessari stöðu eiga 5 íslensku kylfinganna enn möguleika á að komast á 2. stig úrtökumótsins fyrir Evróputúrinn. Rúnar er þó sá eini sem væri örugglega inni ef leikur væri blásinn af eftir 3. hring!

Fylgjast má með úrtökumótinu í Fleesensee með því að SMELLA HÉR: