Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tom Watson –——- 4. september 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Tom Watson. Hann er fæddur 4. september 1949 í Kansas City, Missouri og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Watson er 1,75 m á hæð og 79 kg. Hann er kvæntur Hillary (1999) en var þar áður kvæntur Lindu Rubin (1972-1997) og á 5 börn: Meg, Michael, Kyle, Kelly Paige og Ross.

Tom Watson spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Stanford University. Á ferli sínum hefir Watson sigrað 70 sinnum, þar af 39 sinnum á PGA Tour. Hann spilar nú á öldungamótaröð PGA, Champions Tour, þar sem hann hefir sigrað 14 sinnum. Hann hefir sigrað í öllum risamótum nema PGA Championship, en besti árangur sem hann náði þar var T-2 árið 1978. Hann sigraði alls 8 sinnum í risamótum, þar af 5 sinnum í Opna breska, 2 sinnum í Masters og 1 sinni á Opna bandaríska.

Watson var í 4 Ryder Cup liðum og var fyrirliði bandaríska Ryder Cup liðsins 1993 á The Belfry í Englandi. Tuttugu árum síðar, 2014,  var Watson aftur fyrirliði bandaríska Ryder liðsins og nú töpuðu Bandaríkjamenn í Skotlandi.

Er hér aðeins mynnst á það helsta í stjörnum prýddum ferli Tom Watson.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Raymond Floyd, 4. september 1942 (77 ára); Ásbjörn Björgvinsson 4. september 1957 (62 ára); Gestur Halldórsson, 4. september 1960 (59 ára); Christian Þorkelsson (58 ára); Pétur Már Ólafsson, 4. september 1965 (54 ára); Laura Lyn Rosier-Heckaman 4. september 1968 (51 árs); Óska Skart (35 ára) og Dawn Shockley, 4. september 1986 (33 ára)

Golf 1 óskar öllum afmæliskylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is