Tiger undir hnífinn á ný
Þriðjudaginn fyrir viku þ.e. 27. ágúst sl. tilkynnti Tiger Woods að hann hefði lagst undir hnífinn að nýju.
Aðgerðin var gerð á vinstra hné hans til þess að lagfæra minniháttar brjóskskemmd.
Tiger sagði að hann væri þegar á fótum og byggist enn við að keppa á Zozo meistaramóti PGA Tour mótaraðar- innar í Japan n.k. október.
„Ég býst við að Tiger nái sér að fullu“ sagði læknir Tiger, Vern Cooley, sem framkvæmdi aðgerðina, í fréttta- tilkynningu Tiger.
„Við gerðum það sem þörf var á og litum einnig á allt hnéð. Það voru engin aukavandkvæði.“
Í fréttatilkynningu Tiger sagði jafnframt: „Ég vil þakka Cooley lækni og teymi hans. Ég geng um núna og vonast til þess að geta hafið æfingar á næstu vikum. Ég hlakka til að ferðast og spila í Japan í október.“
Skv. Bob Harig fréttamanni ESPN.com þá er talið að þetta sé 5. aðgerð á vinstra hné Tiger allt frá dögum hans í Stanford háskóla árið 1994.
Zozo meistaramótið er 4 manna golfspil/sýning þeirra Tiger, Rory, Jason Day og Hideki Matsuyama. Síðan spilar Tiger líklegast í móti sínu Hero World Challenge á Bahamas eyjum og síðan ferðast hann til Melbourne í Ástralíu þar sem hann er fyrirliði og spilar e.t.v. í liði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
