Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2019 | 17:00

Tiger undir hnífinn á ný

Þriðjudaginn fyrir viku þ.e. 27. ágúst sl. tilkynnti Tiger Woods að hann hefði lagst undir hnífinn að nýju.

Aðgerðin var gerð á vinstra hné hans til þess að lagfæra minniháttar brjóskskemmd.

Tiger sagði að hann væri þegar á fótum og byggist enn við að keppa á Zozo meistaramóti PGA Tour mótaraðar- innar í Japan n.k. október.

Ég býst við að Tiger nái sér að fullu“ sagði læknir Tiger, Vern Cooley, sem framkvæmdi aðgerðina, í fréttta- tilkynningu Tiger.

Við gerðum það sem þörf var á og  litum einnig á allt hnéð. Það voru engin aukavandkvæði.“

Í fréttatilkynningu Tiger sagði jafnframt: „Ég vil þakka Cooley lækni og teymi hans. Ég geng um núna og vonast til þess að geta hafið æfingar á næstu vikum. Ég hlakka til að ferðast og spila í Japan í október.“

Skv. Bob Harig fréttamanni ESPN.com þá er talið að þetta sé 5. aðgerð á vinstra hné Tiger allt frá dögum hans í Stanford háskóla árið 1994.

Zozo meistaramótið er 4 manna golfspil/sýning þeirra Tiger, Rory, Jason Day og Hideki Matsuyama. Síðan spilar Tiger líklegast í móti sínu Hero World Challenge á Bahamas eyjum og síðan ferðast hann til Melbourne í Ástralíu þar sem hann er fyrirliði og spilar e.t.v. í liði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum.