Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2019 | 18:00

LET Access: Guðrún Brá úr leik

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Íslandsmeistari í höggleik 2019, tók þátt í móti vikunnar á LET Access, en það er Tipsport Czech Ladies Open.

Mótið fer fram á Karlstejn vellinum í Tékklandi, dagana 23.-25. ágúst og lýkur því á morgun.

Því miður komst Guðrún Brá ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni en hún lék hringi sína tvo á samtals 5 yfir pari (77 72).

Niðurskurður var miðaður við samtals 2 yfir pari og því er Guðrún Brá úr leik.

Til þess að sjá stöðuna á Tipsport Czech Ladies Open SMELLIÐ HÉR: