Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2019 | 23:59

PGA: Thomas m/ nýtt vallarmet og leiðir e. 3. dag BMW Championship

Vallarmetin fá að fjúka í Medinah, Illinois á BMW Championship.

Það byrjaði á 1. degi með því að þeir (Justin Thomas) og Jason Kokrak jöfnuðu vallarmetið 65 högg, Hideki Mitsuyama bætti það síðan í hálfeik, þegar hann lék 2. hring á 63 höggum og nú er enn búið að bæta vallarmetið á 3. keppnisdegi!

Justin Thomas enn að verki – kom í hús á stórglæsilegum 11 undir pari, 61 höggi!!!

Spurningin er aðeins hvort enn takist að setja nýtt vallarmet á 4. keppnisdegi … og hverjum takist það?

E.t.v. Tiger, en hann þarf á kraftaverki að halda til þess að komast á East Lake og verja Tour Championship titil sinn.

Sjá má stöðuna á BMW Championship með því að SMELLA HÉR: