Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (33)

Í klúbbhúsinu eftir frábæran golfhring sagði Siggi við Gumma: „Ég ætla ekki að spila við Jóa lengur. Hann svindlar.“

„Af hverju segir þú það?“ spurði Gummi.

Nú, ég fann týnda boltann hans aðeins 1 meter frá flötinni,“ svaraði Siggi pirraður.

En það er vel mögulegt að hann hafi slegið bolta sinn aðeins meter frá flöt,“ sagði Gummi.

Ekki þegar ég var með golfboltann hans í vasanum mínum,“ svaraði Siggi.