Tiger gengur illa
Fimmtánfaldi risamótsmeistarinn Tiger Woods, sem vann fyrsta risamót sitt síðan 2008 á Masters sl. vor, sökkti fuglapúttum frá 4 og 5 metra færi á 14. og 15. holum en fékk skolla bæði á 16. og 17 holu og var aftur á 71 eins og fyrri daginn, 10 höggum á eftir forystumanninum, Hideki Matsuyama.
„Ég skildi eftir fullt af höggum þarna,“ sagði Tiger. „Ég sló betur í dag, sem er frábært, en það gekk ekkert fyrr en á 14., 15.“
Tiger gekk sem sagt illa og fjarlægðist mark sitt enn meir að vera meðal efstu 30, sem fá að taka þátt í Tour Championship, en þar á Tiger titil að verja. – Óvíst núna hvort hann nái að verja titil sinn!
„Ég verð að eiga frábæra helgi og fá fullt af fuglum í þessari viku og ná hringjum upp á 65 eða þar um kring til þess að gefa sjálfum mér tækifæri,“ sagði Tiger.
Tiger hefir lítið haft færi á að æfa frá því að hann dró sig úr móti á Liberty National í sl. viku með verki í skávöðvum.
Hann sigraði hins vegar PGA Championship risamótin 1999 og 2006 á Medinah vellinum, þar sem BMW Championship fer fram og er öllum hnútum kunnugur þar.
„Tilfinningin hefir ekki verið þar sem ég vildi hafa hana,“ sagði Tiger. „Ég slæ boltann í pinnahæð í hvert sinn … ég ef svo sannarlega ekki sett niður mörg pútt. Ef maður púttar vel nær maður góðu skori. Ég hef bara ekki verið að gera það.„
Í aðalmyndaglugga: Tiger á 2. hring BMW Championship
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
