Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2019 | 23:59

PGA: Matsuyama m/nýtt vallarmet

Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama hefir tekið forystu á BMW Championship.

Matsuyama hefir spilað á samtals 12 undir pari, 132 höggum (69 63).

Hann lék 2. hringinn á glæsilegum 9 undir pari, 63 höggum og sett nýtt vallarmet í Medinah, Illinois þar sem mótið fer fram.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Matsuyama eru bandarísku kylfingarnir Tony Finau og Patrick Cantlay.

Til þess að sjá stöðuna á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: