Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2019 | 19:00

LET & LPGA: Valdís á parinu – Ólafía á +4 á Opna skoska e. 1. dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, gekk vel á 1. keppnisdegi Opna skoska kvenmótsins, en hún kom í hús á sléttu pari, 71 höggi.  Þess mætti geta að fyrirliði og einn af varafyrirliðum Solheim Cup liðsins evrópska, Catriona Matthew og Suzanne Pettersen spiluðu báðar 1. hring á sléttu pari eins og Valdís Þóra!!!

Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, gekk ekki eins vel en hún lauk hring sínum á 4 yfir pari, 75 höggum.

Skorið verður niður eftir morgundaginn og eins og staðan er nú er niðurskurðarlínan við 2 undir pari eða betra.

Vonandi að báðir íslensku keppendurnir nái niðurskurði!!!

Mi Hyang Lee, Anne Van Dam og Jane Park deila efsta sætinu eftir 1. dag – spiluðu allar á 8 undir pari, 63 höggum.

Sjá má stöðuna eftir 1. keppnisdag Opna skoska kvenmótsins með því að SMELLA HÉR: