Pettersen vonast eftir að spila í Solheim
Varafyrirliði Solheim Cup liðs Evrópu, Suzann Pettersen, tekur þátt í Aberdeen Standard Investments Ladies Scottish og vonast eftir að frammistaða hennar þar verði til þess að fyrirliðinn Catriona Matthew velji hana sem spilandi varafyrirliða.
Pettersen og Matthew spiluðu saman á LPGA mótinu, Dow Great Lakes Bay Invitational, fyrir 3 vikum, sem var fyrsta mót Pettersen í 20 mánuði eftir fæðingu sonar hennar Hermans.
Jafnvel þó Pettersen hafi ekki náð niðurskurði vonast hún til þess að sanna að hún sé þess verð að Catriona velji sig í liðið, en fyrirliði getur valið 4 leikmenn í liðið.
„Augljóslega myndi ég elska það að spila. Þetta er stærsta og besta golfsviðið.“ sagði Pettersen aðspurð hvort hún myndi vilja spila í 9. sinn í Solheim Cup, sem fer fram í Gleneagles, í Skotlandi í næsta mánuði.“
„Ég myndi elska að spila, ef ég er nógu góð. Það er erfitt að segja fyrir um það og þess vegna ætla ég að spila í þessari viku til þess að sjá – við erum að velja afgang liðsins eftir viku.“
„Ég er ekki ein af þeim sem velur síðustu 4 liðsmennina. Ég sagði Beany (Cartrionu Matthew) að ég myndi elska að spila, en ég verð líka að sjá nokkur merki þess að ég sé í góðu formi.“
„Ef talað hefði verið við mig (Suzann) í apríl, myndi ég hafa sagt:„ekki sjéns“, en hlutirnir hafa breyst aðeins. Í fyrsta lagi er ég varafyrirliði, en ef hún (Catriona) vill að ég spili, myndi mér finnast það heiður og líta á það sem hrós. En ekki einu sinni ég veit hvað verður.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
