Olesen vikið af Evróputúrnum
Danska kylfingnum Thorbjörn Olesen hefir verið vikið af Evróputúrnum, þar sem hann þarf að svara til saka fyrir meint kynferðisbrot, ölvun og ósæmilega hegðun (hafði þvaglát í gangvegi flugvélar og reifst við samfarþega og áhöfn) um borð í flugvél British Airways.
Olesen var handtekinn fyrir ölvun um borð í flugvél og fyrir meint kynferðisbrot mánudaginn 29. júlí sl. þegar hann flaug frá Bandaríkjunum til Englands, eftir St. Jude mótið á PGA Tour.
Olesen, býr í Englandi nánar tiltekið á Redcliffe Road, Kensington and Chelsea og verður að mæta fyrir rétt í Uxbridge Magistrates’ Court miðvikudaginn 21. ágúst nk., þar sem mál hans verður tekið fyrir.
Lögmaður Olesen, Paul Morris lét frá sér fara fréttatilkynningu þar sem sagði: „Thorbjörn hefir að fullu verið samvinnuþýður við lögreglu í rannskókn þeirra, en meðan málið er enn fyrir rétti getur hann því miður ekki tjáð sig um atvikið sem stendur.“
Evróputúrinn hefir eins og sagði vikið Olesen af mótaröðinni þar til máli hans er lokið.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
