Mótaröð þeirra bestu 2019 (5): Guðrún Brá og Bjarki m/lægstu forgjöfina
Íslandsmótið í höggleik hefst fimmtudaginn n.k. 8. ágúst 2019 í Grafarholtinu, en það er 5. og síðasta mótið á „Mótaröð hinna bestu“ árið 2019.
Spilaðar eru 72 holur og lýkur mótinu sunnudaginn 11. ágúst.
Þátttakendur skráðir til leiks eru 150; 36 kvenkylfingar og 114 karlkylfingar, allt bestu kylfingar landsins, þó 3 þeirra allra bestu taki ekki þátt.
Tveir sterkustu kvenkylfingar landsins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, taka því miður ekki þátt, því þær keppa á Opna skoska meistaramótinu, eins og áður hefir komið fram hér á Golf1.
Af kvenkylfingunum er núverandi Íslandsmeistari kvenna í höggleik Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, með lægstu forgjöfina, + 2.2. og næstlægstu er „heimakonan“ Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, með + 1.8. Hefði Ólafía Þórunn tekið þátt hefði hún verið með lægstu forgjöfina +2.5, en til stóð að hún myndi keppa. Þriðju lægstu forgjöfina af kvenkylfingunum er Hulda Clara Gestsdóttir GKG, með – 0.2.
Af karlkylfingum er Bjarki Pétursson, GKB með lægstu forgjöfina, +4.3 og „heimamaðurinn“ Haraldur Franklín Magnús, GR, með næstlægstu forgjöfina +3.9 og í þriðja sæti varðandi lægstu forgjöf er síðan núverandi Íslandsmeistari í höggleik, Axel Bóasson, GK, með + 3.8.
Enn sterkasti karlkylfingur landsins og margfaldur Íslansmeistari í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, verður því miður ekki með, að þessu sinni.
Í aðalmyndaglugga: Íslandsmeistarabikararnir í höggleik í karla og kvennaflokki. Mynd: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
