Leadbetter telur foreldra Ko eyðileggja feril hennar
Golfþjálfarinn frægi David Leadbetter hefir sakað foreldra fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Lydiu Ko, um að eyðileggja feril hennar.
Ko var yngsta nr. 1 á heimslistanum fyrir 5 árum, þegar hún var aðeins 17 ára, en nú hefir stjarna hennar hnignað og hún er í 24. sæti heimslistans. Hún komst ekki í gegnum niðurskurð á Opna breska kvenrisamótinu, sem lauk sl. helgi, var 10 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð.
Og Leadbetter, sem þjálfaði Lydiu hefir sakað foreldra hennar um að gera hana „venjulega“.
„Foreldrar hennar hafa margt að svara fyrir – þetta er dæmi um alveg ótrúlega fávisku,“ sagði Leadbetter í viðtali við Radio Sport í Nýja-Sjálandi.
„Þeir segja henni hvenær eigi að fara að sofa, hvað eigi að borða, í hvaða fötum hún eigi að vera, hvenær eigi að æfa og hvað eigi að æfa. Og þeir ætlast til þess að hún sigri í hverju móti.“
„Þeir verða að sleppa henni, leyfa henni að flögra frjálsri, leyfa henni að fara úr hreiðrinu svo að segja og finna sinn eiginn veg. Ef hún getur það, gætum við kannski fengið að sjá „gömlu“ Lydiu aftur.“
„Það er virkilega sorglegt að horfa upp á þetta,“ bætti Leadbetter við. „Vandamálið er, þegar farið er að breyta öllu.„
„Hún hefir gert svo margar breytingar, ekki aðeins breytt um þjálfara, kylfubera og golfútbúnað og íþróttasálfræðinga og þjálfara, hún hefir líka breytt líkamstýpu sinni núna.“
„Guð veit hvað á sér stað í höfðinu á henni núna og augljóslega verður lið hennar að ná utan um þetta því, því lengur sem þetta heldur áfram því erfiðara verður fyrir hana að komast út úr þessu.“
Leadbetter vann með Ko í 3 ár að og út 2016 og hann er með ráð til hinnar 22 ára Ko.
„Ráð mitt myndi vera að taka frí núna. Hún þarf ekki að spila það sem eftir er ársins.“
„Það verður bara að koma lagi á höfuðið, slappa af, komast út úr golfinu og hugsa hlutina upp á nýtt.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
