Hver er kylfingurinn: JT Poston?
JT Poston sigraði á Wyndham Championship.
Hann er ekki sá þekktasti á PGA Tour þannig að sumir kunna að spyrja: Hver er kylfingurinn?
JT Poston heitir fullu nafni James Tyree Poston.
Hann fæddist 1. júní 1993 í Hickory, Norður-Karólínu og er því 26 ára.
Hann er fremur hávaxinn 1,85 m á hæð og 75 kg.
Hann spilaði golf þegar í menntaskóla með og átti m.a. mótsmet í NCHSAA golfmóti, 63 högg
Poston spilaði síðan í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Western Carolina University.
Sem áhugamaður sigraði Poston m.a. í eftirfarandi mótum:
2011 Trusted Choice Big I National Championship
2013 Southwestern Amateur, Golfweek Program Challenge, Cardinal Intercollegiate, Hummingbird Intercollegiate
2014 SoCon Championship
2015 Wexford Plantation Intercollegiate, SoCon Championship
Poston gerðist atvinnumaður í golfi í lok árs 2015.
Hann var með engan status á neinni mótaröð í ársbyrjun 2016, en komst í gegnum úrtökumót fyrir United Leasing Championship í 2. deild karlagolfsins, Web.com Tour og lauk keppni T23. Með þessum flotta árangri hlaut hann þátttökurétt á Rex Hospital Open þar sem hann varð T-3 og þar með var hann kominn með takmarkaðan þátttökurétt á Web.com Tour út tímabilið. Hann átti fimm topp-15 árangra þ.á.m. landaði hann 2. sætinu tvívegis í mótum, sem varð til þess að Poston varð í 10. sæti á peningalista mótaraðarinnar og ávann sér þannig sæti á PGA Tour fyrir 2017 keppnistímabið, þar sem hann hefir haldið sér síðan.
Þann 4. ágúst 2019 (í gær) sigraði Poston síðan í fyrsta sinn á PGA Tour móti þ.e. Wyndham Championship eftir glæsilokahring upp á 8 undir pari og með því að skila skollalausum kortum allt mótið. Hann er fyrsti kylfingurinn frá 1974 til þess að sigra á PGA Tour móti án eins einasta skolla!!!
Sigurskorið í mótinu var 22 undir pari, 258 högg (65-65-66-62) og átti hann 1 högg á þann sem næstur kom, Webb Simpson. Þess mætti geta að þeir báðir Poston og Simpson eru frá N-Karólínu, og því öllum hnútum kunnugir í Sedgefield CC þar sem Wyndham Championship fer fram – Simpson var m.a. í sama háskóla og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, Wake Forest í Winston-Salem, N-Karólínu.
Besti árangur Poston í risamóti til þessa er á PGA Championship á þessu ári (2019), þar sem hann komst gegnum niðurskurð og lauk keppni T-60.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
