Hver er kylfingurinn: Hinako Shibuno?
Hin japanska Hinako Shibuno sigraði á Opna breska kvenrisamótinu 2019.
Shibuno var að spila í fyrsta sinn utan Japan og frammistaðan með glæsibrag; þegar búin að sigra á 1. risamóti sínu!!!

Segja má að hún hafi heillað alla sem sáu hana spila lokahringinn á Opna breska kvenrisamótinu; hún brosti 10.000 watta brosi sínu og sagði eitthvað sem fékk kylfuberann hennar til þess að skellihlæja á 18. braut.
Hvað var það sem hún sagði?
Shibuno: „Ég sagði að ef ég sjankaði aðhöggið væri það mjög neyðarlegt!!!„
Það hversu brosmild Shibuno er hefir orðið til þess að hún hefir fengið viðurnefnið „brosandi öskubuska“ (ens.: Smiling Cinderella)
En hver er kylfingurinn Hinako Shibuno?
Hinako Shibuno er 1,65 á hæð, fædd 15. nóvember 1998 og því aðeins 20 ára.
Hún hefir fram til þessa aðeins spilað á japanska LPGA, en með risamótssigri sínum fær hún 2 ára spilarétt á bandaríska LPGA, ef hún vill. Shibuno segist ánægð á japanska LPGA, en ætli að hugsa málið.
Hún sigraði á 1. risamótinu á japanska LPGA nú fyrr á árinu og á því tvo risamótssigra í beltinu.
Takumi Zayoa var þýðandi Shibuno, en hann er golfumboðsmaður og kvæntur Ai Miyazato, sem hætti í atvinnugolfinu fyrir 2 árum.
Hann sagði að Ai hefði fylgst með og tárast af gleði eftir að Shibuno sigraði og svo er sjálfsagt um fleiri í Japan.
Hinakio Shibuno er aðeins 2. risamótssigurvegari Japana; hinn er Chako Higuchi, sem sigraði á risamóti 1977.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
