Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2019 | 20:00

Hver er kylfingurinn: Hinako Shibuno?

Hin japanska Hinako Shibuno sigraði á Opna breska kvenrisamótinu 2019.

Shibuno var að spila í fyrsta sinn utan Japan og frammistaðan með glæsibrag; þegar búin að sigra á 1. risamóti sínu!!!

Segja má að hún hafi heillað alla sem sáu hana spila lokahringinn á Opna breska kvenrisamótinu; hún brosti 10.000 watta brosi sínu og sagði eitthvað sem fékk kylfuberann hennar til þess að skellihlæja á 18. braut.

Hvað var það sem hún sagði?

Shibuno: „Ég sagði að ef ég sjankaði aðhöggið væri það mjög neyðarlegt!!!

Það hversu brosmild Shibuno er hefir orðið til þess að hún hefir fengið viðurnefnið „brosandi öskubuska“ (ens.: Smiling Cinderella)

En hver er kylfingurinn Hinako Shibuno?

Hinako Shibuno er 1,65 á hæð, fædd 15. nóvember 1998 og því aðeins 20 ára.

Hún hefir fram til þessa aðeins spilað á japanska LPGA, en með risamótssigri sínum fær hún 2 ára spilarétt á bandaríska LPGA, ef hún vill. Shibuno segist ánægð á japanska LPGA, en ætli að hugsa málið.

Hún sigraði á 1. risamótinu á japanska LPGA nú fyrr á árinu og á því tvo risamótssigra í beltinu.

Takumi Zayoa var þýðandi Shibuno, en hann er golfumboðsmaður og kvæntur Ai Miyazato, sem hætti í atvinnugolfinu fyrir 2 árum.

Hann sagði að Ai hefði fylgst með og tárast af gleði eftir að Shibuno sigraði og svo er sjálfsagt um fleiri í Japan.

Hinakio Shibuno er aðeins 2. risamótssigurvegari Japana; hinn er Chako Higuchi, sem sigraði á risamóti 1977.