Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2019 | 22:00

Arnór Tjörvi varð í 9. sæti!!!

Fimm íslenskir kylfingar tóku þátt í móti Global Junior Golf, Swedish Junior Classics, sem fram fór dagana 1.-4. ágúst 2019.

Þetta voru þeir: Arnór Tjörvi Þórsson, GR;  Bjarki Snær Halldórsson, GK;  Steingrímur Daði Kristjánsson, GK;  Svanberg Stefánsson, GK og Tómas Eiríksson Hjaltested, GR.

Arnór Tjörvi lék á samtals 14 yfir pari, 233 höggum (78 76 79) og varð í 9. sæti, sem er stórglæsilegt!!!

Frammistaða hinna íslensku keppendanna var eftirfarandi:

17. sæti Tómas Eiríksson Hjaltested 22 yfir pari, 241 högg (81 82 78)

17. sæti Svanberg Stefánsson 22 yfir pari, 241 högg (76 80 85)

20. sæti Bjarki Snær Halldórsson 23 yfir pari, 242 högg (84 83 75)

27. sæti Steingrímur Daði Kristjánsson 38 yfir pari, 257 högg (88 92 77)

Sjá má lokastöðuna á móti Global Junior Golf með því að SMELLA HÉR: