Íslandsmótið 2019: Ólafía með!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur ákveðið að taka þátt á Íslandsmótinu í golfi – 2019 á Mótaröð þeirra bestu.
Ólafía Þórunn hefur verið í fremstu röð íslenskra atvinnukylfinga undanfarin ár. Hún hefur náð hæst allra íslenskra kylfinga á heimslista atvinnukylfinga, leikið á flestum risamótum og er eini kylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafíu og KPMG á Íslandi.
Tilkynningin er hér fyrir neðan:
„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur ákveðið taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Grafarholtsvelli 8.-11. ágúst.
Það verður nóg að gera hjá Ólafíu Þórunni næstu vikurnar en á mánudag tekur hún þátt í Einvíginu á Nesinu og helgina eftir Íslandsmótið er mót á Symetra mótaröðinni og á mánudeginum í kjölfarið tekur hún þátt í úrtökumóti fyrir LPGA mót sem fer fram helgina þar á eftir.
„Það er mjög óvænt að ég taki þátt í Íslandsmótinu. Ég var að spila Grafarholtið um daginn og fannst það svo rosalega gaman. Mig kitlaði í fingurna að vera með í mótinu, þannig að ég hugsaði þetta í nokkra daga og í framhaldinu ákvað ég að breyta plönunum mínum aðeins og láta vaða. Það verður gaman að spila aftur á Íslandi, sérstaklega í Grafarholtinu þar sem ég ólst upp.“
Íslandsmótið í Grafarholti á 85 ára afmæli klúbbsins verður án efa glæsilegt í alla staði og óskum við Ólafíu Þórunni sem og öðrum kylfingum og sem að mótinu standa góðs gengis.
KPMG ehf. er styrktaraðili Ólafíu Þórunnar, Golfsambands Íslands og Golfklúbbs Reykjavíkur.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
