Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2019 | 00:01

PGA: An enn í forystu

Byeong Hun An frá S-Kóreu er enn í forystu fyrir lokahring Wyndham Championship.

Hann hefir spilað á samtals 17 undir pari, 193 höggum (62 65 66).

Jafnir í 2. sæti eru Bandaríkjamennirnir Brice Garner og Webb Simpson, báðir á samtals 16 undir pari, hvor.

Bandaríski kylfingurinn Ryan Armour er einn i 4. sæti á 15 undir pari og síðan deila 3 kylfingar 5. sæti: Norski frændi okkar Victor Hovland, sem farinn er að líta í að verða fullgildur félagi á PGA Tour, J.T Poston frá Bandaríkjunum og enski kylfingurinn Paul Casey; allir á 14 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: