Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2019 | 23:53

PGA: Spieth komst ekki g. 54 holu niðurskurðinn

Jordan Spieth komst ekki í gegnum 2. niðurskurðinn á Wyndham Championship, en skorið var aftur niður eftir 3. hring í dag.

Spieth var á 9 undir pari og aðeins 4 höggum á eftir forystumanninum á Wyndham Championship í hálfleik, en mótið fer fram í Sedgefield Country Club.

Þrír tvöfaldir skollar, 1 skolli og engir fuglar urðu þess valdandi að Spieth skrifaði undir skor upp á 7 yfir pari, 77 högg og komst ekki í gegnum niðurskurð eftir 54 holur – sem er síðasti 54 holu niðurskurðurinn áður en nýjar reglur taka gildi á PGA Tour.

Jamm, þetta var bara slæmur dagur,“ sagði Spieth eftir hringinn. „Í það heila tekið spilaði ég bara ekki vel.

Sjá má stöðuna á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR: