Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2019 | 21:00

Opna breska kvenrisamótið 2019: Shibuno leiðir f. lokahringinn

Það er japanski kylfingurinn Hinako Shibuno sem tekið hefir forystuna fyrir lokahring Opna breska kvenrisamótsins.

Shibuno er búin að spila fyrstu 3 keppnishringina á samtals 14 undir pari, 202 höggum (66 69 67).

Í 2. sæti 2 höggum á eftir Shibuno er forystukona fyrstu tvo hringina Ashley Buhai en hún hefir spilað á samtals 12 undir pari, 204 höggum (65 67 72).

Lokahringurinn verður spilaður á morgun.

Til þess að sjá stöðuna á Opna breska kvenrisamótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Opna breska kvenrisamótinu SMELLIÐ HÉR: