Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2019 | 18:00

NGL: Haraldur lauk keppni T-6 á Bråviken Open

Haraldur Franklín Magnús (GR) keppti á móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni; Bråviken Open.

Mótið fór fram 1. – 3. ágúst 2019 í Bråviken golfklúbbnum í Norrköping, Svíþjóð og lauk í dag.

Haraldur Franklín lék á samtals 18 undir pari,198 höggum (65 66 67) og varð T-6 þ.e. deildi 6. sætinu með 2 öðrum kylfingum.

Hann keppir um að verða meðal efstu 5 í lok keppnistímabilsins á mótaröðinni, en þeir fá keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Sem stendur er Haraldur Franklín nr. 8 á stigalistanum.

Sigurvegari varð sænski kylfingurinn William Nygård, eftir bráðabana við landa sinn Hannes Rönneblad, en báðir léku þeir holurnar 54 á samtals 23 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Bråviken Open með því að SMELLA HÉR: