Polara golf
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2019 | 08:00

Golfútbúnaður: Golfboltar sem fara bara beint

Golf myndi vera svo miklu auðveldara ef við gætum öll slegið beint.

En því miður, fyrir flest okkar, gerist það bara ekki alltaf.

Sumir húkka aðrir slæsa og fullt af boltum týnist í röffi eða fara bara út í buskann af því að við gátum ekki slegið beint.

Polara Golf segist hafa fundið svarið við vandanum og hafa hannað golfbolta sem bara fer beint.

Það þarf varla að taka fram að Polara boltarnir eru algerlega ólöglegir.