Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2019 | 22:00

NGL: Haraldur T-3 e. 2. dag á Bråviken Open

Haraldur Franklín Magnús (GR) keppir á móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni; Bråviken Open.

Mótið fer fram 1. – 3. ágúst 2019 í Bråviken golfklúbbnum í Norrköping, Svíþjóð.

Haraldur Franklín er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 131 höggi (65 66) og er T-3 þ.e. deilir 3. sætinu með 5 öðrum kylfingum.

Hann keppir um að verða meðal efstu 5 í lok keppnistímabilsins á mótaröðinni, en þeir fá keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Sem stendur er Haraldur Franklín nr. 8 á stigalistanum.

Í efsta sæti eftir 2. dag eru þeir Hannes Rönneblad (65 64) og Adam Einewing (66 63) frá Svíþjóð, báðir á samtals 15 undir pari, 129 höggum hvor.

Fylgjast má með Haraldi Franklín með því að SMELLA HÉR: