Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2019 | 14:00

LET Access: Guðrún Brá náði niðurskurði!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, komst í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á LET Access, Amundi Czech Ladies Challenge.

Hún lék 2. hringinn í mótinu einnig á 1 yfir pari, 73 höggum, líkt og fyrri daginn og er því samtals á 2 yfir pari, 146 höggum eftir 2. dag (73 73).

Þeir keppendur fóru gegnum niðurskurð sem voru á samtals 3 yfir pari eða betra.

Efstar í mótinu fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun, eru þær Chloe Williams frá Wales og Hayley Davis frá Englandi, báðar á samtals 6 undir pari, hvor.

Sjá má stöðuna á Amundi Czech Ladies Challenge með því að SMELLA HÉR: