Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2019 | 19:00

NGL: Haraldur á 65 á 1. degi Bråviken Open

Haraldur Franklín Magnús (GR) keppir á móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni; Bråviken Open.

Mótið fer fram 1. – 3. ágúst 2019 í Bråviken golfklúbbnum í Norrköping, Svíþjóð.

Eftir fyrsta dag er Haraldur Franklín T-5 þ.e. jafn öðrum í 5. sæti eftir glæsilegan hring upp á 7 undir pari, 65 högg.

Á hringnum fékk Haraldur Franklín 8 fugla, 9 pör og 1 skolla.

Hann keppir um að verða meðal efstu 5 í lok keppnistímabilsins á mótaröðinni, en þeir fá keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Sem stendur er Haraldur Franklín nr. 8 á stigalistanum.

Fylgjast má með Haraldi Franklín með því að SMELLA HÉR: