Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2019 | 17:00

Guðrún Brá og Valdís náðu ekki inn á Opna breska g.úrtökumót

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tóku þátt í úrtökumóti fyrir Opna breska kvenrisamótið, í gær, 29. júlí á Ashbridge golfvellinum í Englandi.

11 efstu úr úrtökumótinu komust inn á Opna breska kvenrisamótið, sem fram fer 1.-4. ágúst n.k. á heimavelli Solheim Cup kylfingsins Charley Hull og Ryder Cup kylfingsins Ian Poulter, Woburn,í Englandi.

Því miður voru þær Guðrún Brá og Valdís Þóra, hvorugar í 11 kvenkylfinga hópi efstu kylfinga úr því móti sem tryggðu sér sæti á Opna breska kvenrisamótið.

Valdís Þóra var einu sárgrætilegu höggi frá því að komast í hóp 9 kvenkylfinga sem fóru í bráðabana um 3 síðustu sætin – lék á 2 undir pari.

Guðrún Brá var 6 höggum frá því að ná inn á risamótið; lék á 3 höggum yfir pari.

Þær sem komust í gegn í Ashbridge úrtökumótinu og spila á Opna breska kvenrisamótinu eru eftirfarandi: Cheyenne Knight, Bandaríkjunum (7 undir pari, 65 högg); Sandra Gal, Þýskalandi(5 undir pari, 67 högg); Ingrid Lindblad, (áhugamaður) Svíþjóð (5 undir pari, 67 högg); Frida Kinhult, (áhugamaður), Svíþjóð (5 undir pari, 67 högg);  Emma Spitz,(áhugamaður) Austurríki, (5 undir pari, 67 högg); Kylie Henry frá Skotlandi (4 undir pari, 68 högg); Jacqui Concolino frá Bandaríkjunum (4 undir pari, 68 högg) og Noora Komulainen frá Finnlandi (á 4 undir pari, 68 höggum).

Þær 3 sem komust eftir 9 kvenkylfinga bráðabanann voru Agathe Sauzon og Valentine Derrey frá Frakklandi og Whitney Hillier frá Ástralíu.

Þær 6 sem voru næst því að komast inn á Opna breska kvenrisamótið en töpuðu í bráðabananum voru: Jane Park og Kendall Dye frá Bandaríkjunum; Maja Stark (áhugamaður) frá Svíþjóð; Emily Price (áhugamaður) og Lauren Taylor frá Englandi og hin finnska Ursula Wikstrom; en allar léku þær eins og segir á 3 undir pari, 69 höggum.

Sjá má lokastöðuna á Ashridge úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: