Guðrún Brá og Valdís náðu ekki inn á Opna breska g.úrtökumót
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tóku þátt í úrtökumóti fyrir Opna breska kvenrisamótið, í gær, 29. júlí á Ashbridge golfvellinum í Englandi.
11 efstu úr úrtökumótinu komust inn á Opna breska kvenrisamótið, sem fram fer 1.-4. ágúst n.k. á heimavelli Solheim Cup kylfingsins Charley Hull og Ryder Cup kylfingsins Ian Poulter, Woburn,í Englandi.
Því miður voru þær Guðrún Brá og Valdís Þóra, hvorugar í 11 kvenkylfinga hópi efstu kylfinga úr því móti sem tryggðu sér sæti á Opna breska kvenrisamótið.
Valdís Þóra var einu sárgrætilegu höggi frá því að komast í hóp 9 kvenkylfinga sem fóru í bráðabana um 3 síðustu sætin – lék á 2 undir pari.
Guðrún Brá var 6 höggum frá því að ná inn á risamótið; lék á 3 höggum yfir pari.
Þær sem komust í gegn í Ashbridge úrtökumótinu og spila á Opna breska kvenrisamótinu eru eftirfarandi: Cheyenne Knight, Bandaríkjunum (7 undir pari, 65 högg); Sandra Gal, Þýskalandi(5 undir pari, 67 högg); Ingrid Lindblad, (áhugamaður) Svíþjóð (5 undir pari, 67 högg); Frida Kinhult, (áhugamaður), Svíþjóð (5 undir pari, 67 högg); Emma Spitz,(áhugamaður) Austurríki, (5 undir pari, 67 högg); Kylie Henry frá Skotlandi (4 undir pari, 68 högg); Jacqui Concolino frá Bandaríkjunum (4 undir pari, 68 högg) og Noora Komulainen frá Finnlandi (á 4 undir pari, 68 höggum).
Þær 3 sem komust eftir 9 kvenkylfinga bráðabanann voru Agathe Sauzon og Valentine Derrey frá Frakklandi og Whitney Hillier frá Ástralíu.
Þær 6 sem voru næst því að komast inn á Opna breska kvenrisamótið en töpuðu í bráðabananum voru: Jane Park og Kendall Dye frá Bandaríkjunum; Maja Stark (áhugamaður) frá Svíþjóð; Emily Price (áhugamaður) og Lauren Taylor frá Englandi og hin finnska Ursula Wikstrom; en allar léku þær eins og segir á 3 undir pari, 69 höggum.
Sjá má lokastöðuna á Ashridge úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
