Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2019 | 18:00

Ragnhildur lauk keppni í 61. sæti

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, lauk keppni á European Ladies Amateur Championship í dag.

Mótið fór fram dagana 24.-27. júlí 2019 í Parkstone golfklúbbnum í Englandi.

Ragnhildur lék á samtals 12 yfir pari, 300 höggum (75 70 75 80) og varð í 61. sæti

Sigurvegari í mótinu varð heimakonan Alice Hewson, en hún vann hina finnsku Kristu Junkkari á 5. holu í bráðabana, en báðar voru jafnar eftir 4 hringi, báðar á samtals 7 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á European Ladies Amateur Championship með því að SMELLA HÉR: